AFHENDING

Pöntunum af höfuðborgarsvæðinu, sem berast fyrir kl. 12:00 að morgni, er komið til kaupanda næsta virka dag eftir að pöntun berst. Pöntunum frá stöðum utan höfuðborgarsvæðis er komið til flutningsaðila næsta virka dag eftir að pöntun berst.

Kaupandi ber kostnað vegna flutnings nema annað sé tekið fram í verðskrá.

SKILAFRESTUR OG ENDURGREIÐSLA

Skilafrestur kaupanda er 20 dagar frá afhendingu vöru og er skilaréttur háður því að varan sé í upprunalegu ástandi og í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Sé vara innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Framvísa þarf kvittun fyrir kaupunum. Skilafrestur byrjar að líða þegar vara hefur verið afhent skráðum kaupanda.

VERÐ

Verð í vefverslun eru með virðisaukaskatti og geta breyst án fyrirvara. Reikningar eru gefnir út með virðisaukaskatti. Öll verð í vefverslun Kompunnar ehf. eru birt með fyrirvara um villur.

NETGREIÐSLUR Í VEFVERSLUN KOMPUNNAR EHF.

Kompan ehf. býður viðskiptavinum sínum að greiða fyrir vörukaup með greiðslukortum í vefverslun sinni í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor.

Örugg greiðslusíða gerir söluaðilum kleift að taka við kreditkortagreiðslum á einfaldan og öruggan hátt. Kaupandi velur vöru eða þjónustu á vefsíðu söluaðila og við greiðslu er hann fluttur yfir á örugga greiðslusíðu Korta þar sem kortaupplýsingar eru skráðar og greiðsla fer fram. Þegar leitað hefur verið eftir heimild fyrir færslu, berst staðfesting til viðskiptavinar og söluaðila.

Söluaðili, sem nýtir sér Örugga greiðslusíðu Korta, þarf hvorki að taka við né geyma kortanúmer viðskiptavina sinna.

ÁBYRGÐARSKILMÁLAR

Seljandaábyrgð er í samræmi við lög um neytendakaup. Ábyrgð á galla á vöru er 2 ár frá því að kaupandi fær vöru afhenta. Ef kaupandi er fyrirtæki, þá er ábyrgð 1 ár frá afhendingu.

Ábyrgð nær ekki til eðlilegs slits sem verður vegna notkunar á vörunni.

Staðfesta þarf ábyrgð með framvísun á kvittun fyrir kaupunum.

Seljandi ber ekki ábyrgð á tjóni sem kanna að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni á frá því að hún er afhent flutningsaðila og á leið til kaupanda, þá er tjónið á ábyrgð kaupanda.

TRÚNAÐUR

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði og allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp við viðskiptin eru trúnaðarmál og verða aldrei afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

ALMENNT

Kompan ehf. áskilur sér rétt til að hætta við afgreiðslu á pöntun t.d. vegna rangra verð- eða magnupplýsinga sem koma fram í vefverslun. Þetta á einnig við ef villur koma upp í reiknireglum vefverslunar. Einnig að áskilur Kompan ehf. sér rétt til að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á einstakar vörur eða vörutegundir fyrirvaralaust.

Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003.

Lögheimili og varnarþing Kompunnar ehf. er í Reykjavík.